Færsluflokkur: Bloggar

Heimsendaspár

Hvílíkt og annað eins andskotans bull.
mbl.is Loðfílasaur flýtir hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viti firrtir ökumenn

Þessi niðurstaða endurspeglar örugglega umferðarómenninguna hér á landi.
Allt of margir íslenskir ökumenn eru tillitslausir, frekir, utangátta og stressaðir ökufantar. Ekki þarf annað en að aka um erlendis og hér heima til að finna muninn. Tillitssemi og kurteisi einkennir umferðina víðast erlendis.
Auðvitað má reyna að kenna ástandi vega og vegakerfinu um. En drepi menn sig á slæmum vegi eða of krappri beygju eða hálku osfrv., þá er akstri greinilega ekki hagað eftir aðstæðum. Hvaða vald hefur ökumaður á bifreið, haldandi með annarri hendi neðst um stýrið og símann í hinni? Stórt hlutfall ökumanna heldur þannig um stýrið að tilsýndar virðist enginn stjórna bifreiðinni. Hvað varð um 10 yfir 10? Hef sjálfur prófað hálf-6 með annarri, og valdið yfir bílnum er nánast ekkert. Hvað ef springur að framan, bíllinn skrikar í hálku eða lausamöl, köttur eltir mús yfir veginn? Þá kemur í fréttum; ökumaður "missti" stjórn á bílnum og hann "lenti" útaf og valt (alveg óvart). Ökumaður talinn hafa látist samstundis! Aftanákeyrslur eru algengastar "óhappa" í umferðinni. Ekki undrar mig það, því bil milli bíla er oft allt of lítið, sem er náttúrulega bara fyrir það að menn aka of nálægt næsta bíl á undan. Margir ökumenn (attaníossarnir) halda minna en bíllengd í næsta á undan óháð hraða og eru jafnvel á stærri og skriðþyngri bíl en sá á undan. Á miklum hraða er árekstur ójákvæmilegur negli sá fremri. Gæti rausað lengi enn um vitfirrta ökumenn, en læt þetta duga að sinni.
mbl.is Hlutfallslega fleiri látast í umferðarslysum á Íslandi en í nágrannalöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

enda

Þreytuleg, enda nýkomin úr fríi á Íslandi. Ekki góð meðmæli með Íslandi sem stað til að fara í frí. Gæti hugsað mér að taka frú Foster með mér í frí næst og kenna henni hvernig á slappa af í góðri útilegu á Íslandi.
mbl.is Jodie Foster var í fríi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband